Erlent

Fótspor á tunglinu friðuð

Óli Tynes skrifar
Buzz Aldrin á tunglinu.
Buzz Aldrin á tunglinu. Mynd/Neil Armstrong

Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969.

Það er gert vegna þess að búist er við að ekki líði alltof langur tími þartil ferðamenn stíga þar fæti.

Friðunin er grundvölluð á samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1967 um að allir manngerðir hlutir á tunglinu tilheyri þeirri þjóð sem sendi þá þangað.

Aðeins tvær þjóðir hafa sent þangað geimför Bandaríkjamenn og Rússar sem sendu þangað ómönnuð fjarstýrð geimför.

Talið er að á tunglinu séu um 100 tonn af allskonar dóti. Þar á meðal er Hasselblad myndavélin sem Neil Armstrong notaði til þess að taka meðfylgjandi mynd af félaga sínum Buzz Aldrin.

Fótspor þeirra félaga eru einnig enn á sínum stað ef að líkum lætur. Á tunglinu er ekkert andrúmsloft og engir vindar til þess að fylla upp í spor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×