Enski boltinn

Ramires gengur illa að læra ensku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Ramires hjá Chelsea hefur farið ágætlega af stað hjá félaginu en hann kom til Chelsea frá Benfica í sumar.

Ramires hafði hingað til aðeins leikið í löndum þar sem hann gat talað portúgölsku. Hún kemur honum ekki langt í Englandi og hann viðurkennir að skortur á enskukunnáttu standi honum fyrir þrifum.

"Ég hef ekki algjörlega náð að aðlagast og erfiðasti hlutinn er tungumálið. Það er erfitt að langa að tjá sig en geta það ekki. Ég veit samt að það mun koma hjá mér," sagði þessi 23 ára Brasilíumaður.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×