Enski boltinn

Salan á Liverpool fyrir dómstóla á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Málefni Liverpool verða fyrir dómstólum í Bretlandi á morgun en núverandi eigendur félagsins hafa skotið væntanlegri sölu á félaginu til dómstóla.

Eigendur Boston Red Sox eru búnir að kaupa félagið á 300 milljónir punda en núverandi eigendur, Gillett og Hicks, vildu meira.

Ekki verður hægt að ganga frá sölunni fyrr en dómstólar hafa skorið úr um hvort salan sé lögmæt.

Málið fær flýtimeðferð og niðurstaða ætti því að liggja fyrir fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×