Enski boltinn

Barry Ferguson, fyrirliði Birmingham: Nú getur allt gerst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barry Ferguson, fyrirliði Birmingaham.
Barry Ferguson, fyrirliði Birmingaham. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barry Ferguson, fyrirliði Birmingaham, var í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld eftir 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Aston Villa á St. Andrews. Nikola Zigic skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok.

„Þetta er frábær tilfinning að vera kominn í undanúrslitin og við erum líka búnir að bíða lengi eftir þessu," sagði Barry Ferguson.

„Við erum komnir í undanúrslitin og nú getur allt gerst. Við höfum alltaf haldið áfram á þessu tímabili þótt að við höfum lent í mótlæti og þótt að Villa hafi fengið sín færi þá vorum við alltaf sannfærðir um að við gætum unnið þennan leik," sagði Ferguson.

„Stjórinn er að byggja upp nýtt lið og við erum að ná Aston Villa," sagði Ferguson en Birminham-liðin eru með jafnmörg stig í 14. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Aston Villa er neðar á lakari markatölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×