Tryggvi: Eyjamenn eru svolítið sérstakir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júlí 2010 10:15 Fréttablaðið/Anton Eftir níu umferðir í Pepsi-deild karla er ÍBV aðeins stigi á eftir toppliði Keflavíkur. ÍBV hefur ekki verið þekkt fyrir að byrja mót með miklum látum en nú er breyting á. Árangur Eyjaliðsins er ekki síst athyglisverður fyrir þær sakir að liðið hefur aðeins leikið þrjá heimaleiki í sumar. ÍBV mætir Stjörnunni á „teppinu" á sunnudag og síðan fær liðið heila fimm heimaleiki í röð sem er líklega einstakt. „Ég get ekki sagt að ég hafi átt von á því að við yrðum þetta öflugir. Innst inni leyfði ég mér samt að vona. Planið var samt að gera eitthvað af viti í sumar og blanda sér í toppbaráttuna. Það er ein ástæðan fyrir því að ég var meðal annars fenginn til liðsins. Heimir sagði í viðtali um daginn að við ætluðum okkur Evrópusæti. Þá hlógu margir en við stefnum ótrauðir á að vera áfram í toppbaráttu," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, en hann segir Eyjaliðið vera sterkara en margir telja. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina á Íslandi í dag í Garner, Rasmus, Eiði og James Hurst. Albert er síðan búinn að vera frábær í markinu. Hann hefur átt margar „sigurvörslur". Hann hefur kannski varið úr dauðafæri og svo förum við upp og skorum," sagði Tryggvi og segir stemninguna í liðinu vera svipaða og þegar hann spilaði á síðustu öld með félaginu. „Það er mikil samvinna og samkennd í þessu liði. Virkilega góð stemning enda erum við Eyjamenn og við erum svolítið sérstakir. Stemningin er ekki ósvipuð." Tryggvi segir það hafa skipt máli að reynslumenn á borð við hann og Finn Ólafsson séu í liðinu. Þeir geti haldið bolta og hjálpað liðinu við að komast upp völlinn. „Andri og Finnur eru gríðarlegir vinnuhestar og svo eru strákarnir frammi fljótir. Það vantaði reynslu í liðið en það er meiri reynsla í þessu liði í ár en í fyrra. Svo hafa menn stigið upp og eru að spila betur en í fyrra." Tryggvi hefur hrifist mjög af Heimi Hallgrímssyni, þjálfara liðsins. „Hann er ótrúlega jákvæður og skemmtilegur þjálfari. Hann er einn skipulagðasti og besti þjálfari sem ég hef haft. Ég vissi að hann væri mjög duglegur og nú fæ ég að upplifa það sjálfur. Það er magnað að fylgjast með honum vinna. Hann er líka duglegur að tala við menn og gefa þeim viðbrögð. Ég hef saknað þess hér á Íslandi en það var mikið um slíka vinnu í Noregi," sagði Tryggvi sem bíður spenntur eftir því að fá fimm heimaleiki í röð. "Það blundaði alltaf í mér að koma heim og loka hringnum. Ég sá fram á meiri bekkjarsetu hjá FH en fékk tækifæri til að vera lykilmaður hér. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið því tækifæri. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Eftir níu umferðir í Pepsi-deild karla er ÍBV aðeins stigi á eftir toppliði Keflavíkur. ÍBV hefur ekki verið þekkt fyrir að byrja mót með miklum látum en nú er breyting á. Árangur Eyjaliðsins er ekki síst athyglisverður fyrir þær sakir að liðið hefur aðeins leikið þrjá heimaleiki í sumar. ÍBV mætir Stjörnunni á „teppinu" á sunnudag og síðan fær liðið heila fimm heimaleiki í röð sem er líklega einstakt. „Ég get ekki sagt að ég hafi átt von á því að við yrðum þetta öflugir. Innst inni leyfði ég mér samt að vona. Planið var samt að gera eitthvað af viti í sumar og blanda sér í toppbaráttuna. Það er ein ástæðan fyrir því að ég var meðal annars fenginn til liðsins. Heimir sagði í viðtali um daginn að við ætluðum okkur Evrópusæti. Þá hlógu margir en við stefnum ótrauðir á að vera áfram í toppbaráttu," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, en hann segir Eyjaliðið vera sterkara en margir telja. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina á Íslandi í dag í Garner, Rasmus, Eiði og James Hurst. Albert er síðan búinn að vera frábær í markinu. Hann hefur átt margar „sigurvörslur". Hann hefur kannski varið úr dauðafæri og svo förum við upp og skorum," sagði Tryggvi og segir stemninguna í liðinu vera svipaða og þegar hann spilaði á síðustu öld með félaginu. „Það er mikil samvinna og samkennd í þessu liði. Virkilega góð stemning enda erum við Eyjamenn og við erum svolítið sérstakir. Stemningin er ekki ósvipuð." Tryggvi segir það hafa skipt máli að reynslumenn á borð við hann og Finn Ólafsson séu í liðinu. Þeir geti haldið bolta og hjálpað liðinu við að komast upp völlinn. „Andri og Finnur eru gríðarlegir vinnuhestar og svo eru strákarnir frammi fljótir. Það vantaði reynslu í liðið en það er meiri reynsla í þessu liði í ár en í fyrra. Svo hafa menn stigið upp og eru að spila betur en í fyrra." Tryggvi hefur hrifist mjög af Heimi Hallgrímssyni, þjálfara liðsins. „Hann er ótrúlega jákvæður og skemmtilegur þjálfari. Hann er einn skipulagðasti og besti þjálfari sem ég hef haft. Ég vissi að hann væri mjög duglegur og nú fæ ég að upplifa það sjálfur. Það er magnað að fylgjast með honum vinna. Hann er líka duglegur að tala við menn og gefa þeim viðbrögð. Ég hef saknað þess hér á Íslandi en það var mikið um slíka vinnu í Noregi," sagði Tryggvi sem bíður spenntur eftir því að fá fimm heimaleiki í röð. "Það blundaði alltaf í mér að koma heim og loka hringnum. Ég sá fram á meiri bekkjarsetu hjá FH en fékk tækifæri til að vera lykilmaður hér. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið því tækifæri.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast