Enski boltinn

Eiður: Hef þurft að leggja mikið á mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Stoke.
Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann hafi þurft að leggja mikið á sig til að koma sér í form hjá Stoke City en hann gekk til liðs við félagið í lok síðasta mánaðar.

Eiður kom inn á sem varamaður í leik Stoke og West Ham um helgina og vonast til þess að hann verði í byrjunarliðinu í leik liðsins gegn Fulham í enska deildabikarnum í kvöld.

„Þetta er ekki eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að gera á hverjum degi en ég þurfti á þessu að halda," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég hef þurft að leggja mikið á mig. Ég kom hingað án þess að hafa tekið þátt í undirbúningstímabili en ég held að þetta sé allt að koma."

Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur haft orð á því að Eiður hafi verið aðeins of þungur þegar hann kom til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×