Enski boltinn

Fabregas frá í 2-3 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Arsenal hefur nú staðfest að Cesc Fabregas verði frá í tvær eða þrjár vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Sunderland um helgina.

Arsenal mætir Chelsea þann 3. október næstkomandi og er óvíst hvort að Fabregas nái þeim leik. Hann missir þó af leiknum gegn West Brom um næstu helgi og gegn Partizan Belgrad í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.

Fabregas meiddist í vöðva aftan á læri og fór í myndatöku í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×