Fótbolti

Thierry Henry getur ekki spilað á móti David Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry
Thierry Henry Mynd/AP
Það verður ekkert af uppgjöri Thierry Henry og David Beckham þegar lið þeirra New York Red Bulls og Los Angeles Galaxy mætast í bandarísku MLS-deildinni á föstudaginn. Beckham er búinn að ná sér eftir að hafa slitið hásin en Henry missir hinsvegar af leiknum vegna hnémeiðsla.

Thierry Henry meiddist á liðbandi í hné 4. september en spilaði í gegnum meiðslin í síðasta leik. Honum tókst ekki betur upp í þeim leik en að vinna sér inn 2000 dollara sekt fyrir að sparka niður og meiða markvörð mótherjanna þegar hann fagnaði marki New York Red Bulls.

Thierry Henry hefur spilað 9 leiki með New York Red Bulls á tímabilinu og er með 2 mörk og 3 stoðsendingar í þeim. Liðið er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar þremur stigum á eftir toppliðinu Columbus Crew. Los Angeles Galaxy er á toppnum í Vesturdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×