Enski boltinn

Babel þreyttur á því að ræða framtíðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framtíð Ryan Babel hjá Liverpool er enn eina ferðina til umræðu. Hann hefur lítið getað síðan hann kom til félagsins og margoft verið orðaður við brottför frá Anfield.

Babel fékk að spila gegn Napoli í gær en gat lítið eins og svo oft áður. Hann verður því væntanlega kominn á bekkinn aftur um helgina.

"Það er alltaf sama sagan. Þetta er þitt tækifæri og þetta er þitt tækifæri. Ég er orðinn leiður á þvi að lesa það. Þetta var bara annar leikur og ég geri mitt besta," sagði Babel.

"Staða mín er óbreytt og ég þarf ekkert að tyggja hana upp eina ferðina enn. Ég hef sagt nóg áður og vil því ekkert vera að tala um framtíðina eina ferðina enn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×