Enski boltinn

Kveikt í glæsibifreið Carroll

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nolan og Carroll fagna saman.
Nolan og Carroll fagna saman.

Andy Carroll, framherji Newcastle, á ekki sjö dagana sæla nú um mundir. Hans bíður dómur vegna slagsmála, það var verið að kæra hann fyrir að hafa lamið fyrrverandi kærustu og nú er búið að kveikja í bílnum hans.

Carroll er á reynslulausn gegn því að hann búi heima hjá fyrirliða liðsins, Kevin Nolan. Það var fyrir utan heimili Nolan sem einhverjur óprúttnir náungar kveiktu í Ranger Rover-glæsibifreið kappans.

Carroll var nýbúinn að kaupa bílinn en það gerði hann í tilefni þess að Newcastle gerði nýjan samning við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×