Enski boltinn

Boa Morte mættur til leiks aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luis Boa Morte í leik með West Ham á síðasta tímabili.
Luis Boa Morte í leik með West Ham á síðasta tímabili.

Vængmaðurinn Luis Boa Morte lék í gærkvöldi varaliðsleik fyrir West Ham gegn Wolves. Hann hefur verið frá í átta mánuði vegna meiðsla á hné.

Þrátt fyrir þessi erfiðu meiðsli ákvað hann ekki að leggja árar í bát og gæti komið við sögu hjá Hömrunum áður en tímabilinu lýkur. Boa Morte er 32 ára og á að baki 26 landsleiki fyrir Portúgal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×