Enski boltinn

Anderson dauðfeginn að hafa sloppið ómeiddur úr bíslysinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anderson í leik með Manchester United.
Anderson í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Portúgalinn Anderson segist hafa verið stálheppinn að hafa sloppið að mestu ómeiddur úr bílslysi í heimalandinu á aðfaranótt laugardags.

Honum var bjargað úr brennandi bílflaki eftir að Audi R8-bifreið hans klessti á vegg. Hann hlaut aðeins nokkrar skrámur en hann er þessa dagana að jafna sig á krossbandssliti í hné.

„Ég er mjög heppinn því þetta var alvarlegt slys. En ég þekki þennan veg vel," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla í dag.

„En bíllinn lét ekki af stjórn eftir beygjuna og við klesstum á vegg. Ég man að það kom fólk að hjálpa okkur og er ég afar þakklátur fyrir það."

„Ég vil bara láta stuðningsmenn United vita að ég er í lagi og mun halda áfram endurhæfingu minni svo ég geti hjálpað liðinu á ný sem allra fyrst."






Tengdar fréttir

Anderson bjargað úr brennandi bíl

Brasilíski miðjumaðurinn Anderson hjá Manchester United var dreginn meðvitundarlaus úr brennandi bifreið eftir árekstur á sunnudagsmorgun. Atvikið átti sér stað í Braga í Portúgal og eyddi Anderson nokkrum klukkustundum á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×