Enski boltinn

Cole ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlton Cole fagnar marki.
Carlton Cole fagnar marki. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, stjóri West Ham, segir að sóknarmaðurinn Carlton Cole sé ekki til sölu og að hann ætli Cole stórt hlutverk í liðinu í vetur.

Cole hefur helst verið orðaður við Stoke í sumar en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur reyndar sagt það ekki rétt að tilboð sé í vændum frá félaginu.

„Ég vil ekki selja Carlton," sagði Grant sem ætlar sér einnig að halda Scott Parker. „Hann hefur lagt mikið á sig í sumar og viðhorf hans er gott. Liðið hefur verið að spila vel og það hefur einnig nýst honum vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×