Enski boltinn

Redknapp: Þurfum einn til tvo til viðbótar í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að hann ætli sér að bæta 1-2 leikmönnum í liðið í sumar en að hann sé ekki nálægt því að ganga frá neinum kaupum þessa dagana.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið sagður aftur á leið til Tottenham í sumar eftir að hann var síðari hluta síðasta tímabils á láni hjá félaginu. Engar fregnir hafa hins vegar borist af því enn.

„Við erum ekki nálægt því að fá einhvern núna en það eru nokkur járn í eldinum," sagði Redknapp í viðtali við BBC í gær.

„Við höfum sent nokkrar fyrirspurnir vegna leikmanna en ekkert hefur komið út úr því enn. En líkt og flest félög þurfum við að útvega okkur pening til leikmannakaupa."

Þeir Craig Bellamy hjá Manchester City og Scott Parker hjá West Ham hafa helst verið orðaðir við Tottenham að undanförnu en æ minna hefur borið á nafni Eiðs Smára í þessum efnum.

Redknapp sagði einnig að leikmannamarkaðurinn væri í biðstöðu eins og er. „Markaðurinn er heldur líflaus þessa dagana en ég gæti trúað því að ef James Milner fer til Manchester City muni það koma hlutunum af stað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×