Fótbolti

Kasabian að þakka að Spánn komst í úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spænski framherjinn Fernando Torres er mikill aðdáandi bresku hljómsveitarinnar Kasabian eins og Vísir hefur áður greint frá. Hann hefur nú þakkað hljómsveitinni fyrir þeirra framlag í að koma Spánverjum í úrslit á HM.

Torres hefur verið duglegur að spila tónlist sveitarinnar fyrir liðsmenn spænska liðsins og það virðist virka.

"Þeir eiga stóran þátt í þessu og ég vil því þakka þeim kærlega fyrir. Ef þeir horfa á úrslitaleikinn mega þeir vita að við hituðum upp með þeirra besta lagi," sagði Torres.

"Ef við vinnum HM þá vil ég gefa þeim treyju landsliðsins sem verður árituð af öllum leikmönnum því tónlistin þeirra hefur veitt okkur mikinn innblástur í búningsklefanum."

Þess má síðan geta að liðsmenn Kasabian eru stuðningsmenn Leicester í enska boltanum. Torres segist ekki vera á leið þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×