Fótbolti

Þessir geta verið valdir bestu leikmenn HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tveir tilnefndir, Schweinsteiger og Iniesta.
Tveir tilnefndir, Schweinsteiger og Iniesta. AFP
Þrír Spánverjar eru á tíu manna lista frá FIFA yfir þá leikmenn sem eiga möguleika á að vera valdir leikmenn HM 2010.

Það eru David Villa, Xavi og Andres Iniesta. Wesley Sneijder og Arjen Robben eru fulltrúar Hollendinga sem mæta Spáni í úrslitunum.

Þjóðverjarnir Bastian Schweinsteiger og Mesut Ozil, Argentínumaðurinn Lionel Messi, Úrúgvæjinn Diego Forlan og Asamoah Gyan frá Gana eru hinir keppendurnir.

Thomas Muller er einn af þremur sem tilnefndur er sem besti ungi leikmaðurinn, ásamt Giovani Dos Santos frá Mexíkó og Andre Ayew frá Gana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×