Fótbolti

Van Persie verður frábær í úrslitaleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Persie og Marwijk.
Van Persie og Marwijk.

Hollenski landsliðsþjálfarinn, Bert van Marwijk, hefur fulla trú á því að framherjinn Robin Van Persie muni standa sig vel í úrslitaleik HM gegn Spáni.

Van Persie hefur aðeins skorað eitt mark á mótinu og hefur ekki þótt leika nógu vel.

"Það hefur verið mikill stígandi í leik Robin á mótinu og ég hef enn mikla trú á honum. Hann mun sýna sitt besta í úrslitaleiknum," sagði Van Marwijk brattur.

Dirk Kuyt hefur einnig trú á félaga sínum. "Hann er gæðaleikmaður en það er erfitt fyrir leikmenn sem spila einir á toppnum að finna svæði til þess að skora."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×