Enski boltinn

Leikmenn Man. City ætla á Queen-söngleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er eins gott fyrir Tevez að félagar hans skemmti sér á söngleiknum. Nordic Photos/Getty Images
Það er eins gott fyrir Tevez að félagar hans skemmti sér á söngleiknum. Nordic Photos/Getty Images

Jólagleði Man. City verður í óhefðbundnari kantinum þetta árið því leikmenn liðsins eru að fara á söngleik. Það geta þeir þakkað Argentínumanninum Carlos Tevez sem stendur fyrir ferðinni.

Sú var tíðin að jólagleði enskra knattspyrnuliða fór algjörlega úr böndunum og í kjölfarið hafa flest lið sett strangar reglur í kringum hátíðarhaldið.

Nú skemmta menn sér ekki lengur eins og Paul McGrath og Tony Adams heldur er gert eitthvað lágstemmdara.

Það mun Man. City gera því kvöldið fer í að horfa á Queen-söngleikinn, We Will Rock You. Tevez er mikill aðdáandi söngleiksins. Hefur farið margoft áður og vildi því dreifa gleðinni með félögum sínum.

Roberto Mancini, stjóri liðsins, gaf að sjálfsögðu grænt ljós á þetta stuðkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×