Umfjöllun: Markaregn á Vodafone-vellinum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2010 22:27 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fréttablaðið Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira