Íslenski boltinn

Halldór Orri: Erum bara að spila sambabolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson.
Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson átti mjög góðan leik í kvöld þegar Stjarnan vann 4-0 sigur á toppliði Keflavíkur. Halldór skoraði fyrsta og síðasta markið í leiknum og er búinn að skora fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

„Allir í liðinu mættum brjálaðir til leiks og vorum miklu grimmari heldur en Keflavík. Við náum að skora mark snemma í fyrri hálfleik og það var ekki aftur snúið eftir það. Mér fannst við aldrei að vera að fara að tapa þessu niður," sagði Halldór Orri.

„Það voru allir rétt innstilltir á þetta og við sköpuðum fullt, fullt af færum. Við hefðum getað skorað ennþá fleiri mörk þótt að maður kvarti ekki yfir því að vinna 4-0 á heimavelli fyrir framan frábæra stuðningsmenn," sagði Halldór Orri.

„Þetta er æðislegt og ég elska að spila með þessum strákum. Þegar við dettum í þennan gír þá erum við bara að spila sambabolta, bakverðirnir eru mættir fram og það eru allir að taka þátt í sóknarleiknum," sagði Halldór Orri.

„Það eru allir að skapa færi í þessu liði og það er frábært að spila með þessum strákum," sagði Halldór sem vildi fá meira út úr leikjunum á undan.

„Mér fannst úrslitin til þessa vera búin að vera vonbrigði. Við áttum að vinna tvo af þessum þremur jafnteflisleikjum þótt að við höfum verið heppnir að ná jafntefli á móti KR," sagði Halldór sem endaði á skemmtilegri tölfræði.

„Það er skemmtileg staðreynd að þetta er sjötti deildarleikurinn og það er búin að koma fjögur mörk í öllum þessum sex leikjum. Þetta á bara að hvetja fólk til að mæta á leiki hjá okkur því það eru fjögur mörk að meðaltali," sagði Halldór kátur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×