Umfjöllun: Ástandið í Vesturbænum versnar enn Elvar Geir Magnússon skrifar 7. júní 2010 17:14 Logi Ólafsson, þjálfari KR. Fréttablaðið Liðið sem lék við hvurn sinn fingur á undirbúningstímabilinu og margir sáu ekki hvernig ætti að stöðva í sumar er enn ekki búið að vinna leik eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. KR tapaði 1-2 fyrir erkifjendum sínum í Val í kvöld en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í leiknum í seinni hálfleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en lentu hinsvegar undir þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að Björgólfur Takefusa rúllaði knettinum til hans. KR var líklegra til að skora á lokakafla hálfleiksins en staðan 1-1 í leikhléi. Valsmenn komu síðan gríðarlega öflugir til seinni hálfleiksins og heimamenn urðu undir í baráttunni. Sigurbjörn Hreiðarsson átti hörkuflottan leik á miðjunni hjá Val og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Arnar Svein Geirsson. Arnar komst einn gegn markverði og kláraði færið vel. Þessi efnilegi leikmaður hefur farið á kostum í upphafi móts með styrk sínum og hraða. Við þetta mark vöknuðu KR-ingar en Valsmenn færðu sig meira til baka og KR átti fá svör. Liðið virkaði mjög hugmyndalaust og leikmenn oft á tíðum ansi áhugalausir. Ástandið í Vesturbænum er langt frá því gott og Logi Ólafsson hefur ekki fundið leiðina út úr þessum vandræðum. Stóll hans er ekki sá traustasti um þessar mundir og margir stuðningsmenn á vellinum í kvöld kölluðu eftir breytingum. Yfirritaður bað Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara Loga, um viðtal eftir leik en Pétur strunsaði beint inn í klefa. Það verður þó að hrósa Valsmönnum en sá sem þetta ritar er mjög hrifinn af því hvernig liðið hefur verið að mótast í síðustu leikjum og þéttast sem lið. Ef fram heldur sem horfir geta Valsmenn vel barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið, það er þó ekki líklegt að þeir fái að kljást við KR í þeirri baráttu. KR - Valur 1-20-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) Skot (á mark): 12-10 (4-5) Varin skot: Moldsked 3 - Kjartan 3 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-16 Rangstöður: 1-1Áhorfendur: 2.252 Dómari: Magnús Þórisson 4KR 4-4-2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Henry Finnbogason 4 (73. Gunnar Kristjánsson -)Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur Páll Sigurðsson 5 (52. Rúnar Már Sigurjónsson 6) Sigurbjörn Hreiðarsson 8* - Maður leiksins Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónsson -) Arnar Sveinn Geirsson 7 (87. Stefán Eggertsson -) Danni König 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Liðið sem lék við hvurn sinn fingur á undirbúningstímabilinu og margir sáu ekki hvernig ætti að stöðva í sumar er enn ekki búið að vinna leik eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. KR tapaði 1-2 fyrir erkifjendum sínum í Val í kvöld en Arnar Sveinn Geirsson skoraði sigurmarkið í leiknum í seinni hálfleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur en lentu hinsvegar undir þegar Baldur Aðalsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát og Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að Björgólfur Takefusa rúllaði knettinum til hans. KR var líklegra til að skora á lokakafla hálfleiksins en staðan 1-1 í leikhléi. Valsmenn komu síðan gríðarlega öflugir til seinni hálfleiksins og heimamenn urðu undir í baráttunni. Sigurbjörn Hreiðarsson átti hörkuflottan leik á miðjunni hjá Val og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Arnar Svein Geirsson. Arnar komst einn gegn markverði og kláraði færið vel. Þessi efnilegi leikmaður hefur farið á kostum í upphafi móts með styrk sínum og hraða. Við þetta mark vöknuðu KR-ingar en Valsmenn færðu sig meira til baka og KR átti fá svör. Liðið virkaði mjög hugmyndalaust og leikmenn oft á tíðum ansi áhugalausir. Ástandið í Vesturbænum er langt frá því gott og Logi Ólafsson hefur ekki fundið leiðina út úr þessum vandræðum. Stóll hans er ekki sá traustasti um þessar mundir og margir stuðningsmenn á vellinum í kvöld kölluðu eftir breytingum. Yfirritaður bað Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara Loga, um viðtal eftir leik en Pétur strunsaði beint inn í klefa. Það verður þó að hrósa Valsmönnum en sá sem þetta ritar er mjög hrifinn af því hvernig liðið hefur verið að mótast í síðustu leikjum og þéttast sem lið. Ef fram heldur sem horfir geta Valsmenn vel barist um Íslandsmeistaratitilinn þetta sumarið, það er þó ekki líklegt að þeir fái að kljást við KR í þeirri baráttu. KR - Valur 1-20-1 Baldur Aðalsteinsson (11.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (25.) 1-2 Arnar Sveinn Geirsson (56.) Skot (á mark): 12-10 (4-5) Varin skot: Moldsked 3 - Kjartan 3 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 15-16 Rangstöður: 1-1Áhorfendur: 2.252 Dómari: Magnús Þórisson 4KR 4-4-2 Lars Ivar Moldsked 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Mark Rutgers 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 3 (62. Jordao Diogo 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 Björgólfur Takefusa 4 Kjartan Henry Finnbogason 4 (73. Gunnar Kristjánsson -)Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 7 Haukur Páll Sigurðsson 5 (52. Rúnar Már Sigurjónsson 6) Sigurbjörn Hreiðarsson 8* - Maður leiksins Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 7 (73. Þórir Guðjónsson -) Arnar Sveinn Geirsson 7 (87. Stefán Eggertsson -) Danni König 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira