Fótbolti

Terry verður ekki valinn aftur í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Cannavaro, fyrirliði ítalska landsliðsins, segir að staða John Terry í enska landsliðinu sé afar veik og óttast að hann muni ekki spila meira fyrir Fabio Capello.

Capello varð mjög reiður út í Terry á HM er varnarmaðurinn gaf það í skyn í viðtali að leikmenn gætu sett sig upp á móti liðsvali hans og taktík. Capello kallaðu þau ummæli stór mistök.

Terry dró í land að lokum og hélt sæti sínu í liðinu en ekki er víst að framhald verði á því.

Cannavaro þekkir Capello vel eftir að hafa unnið með honum hjá Real Madrid.

"Ég tel að John Terry verði ekki valinn aftur í landsliðið hjá Capello. Það má ekki svíkja Fabio og hann vill alls ekki að einhver trufli mót eins og Terry gerði þarna," sagði Cannavaro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×