Umfjöllun: Meistararnir komnir á beinu brautina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2010 15:28 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1. Fyrri hálfleikur var ótrúlega fjörugur. Bæði lið þurftu sárlega þrjú stig og sóttu af miklum krafti. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og það var hreinlega með ólíkindum að hvorugu liðinu skildi takast að skora fyrir hlé. Það var aftur á móti skammt liðið af síðari hálfleik er Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH með laglegu skoti í teignum. FH var með tökin á leiknum í kjölfarið og lítið að gerast hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum fengu síðan aukaspyrnu á hættulegum stað er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Óskar Örn skoraði laglega úr spyrnunni og hleypti leiknum upp. KR fór í 4-3-3 í kjölfarið og tók öll völd á vellinum. FH-ingar voru slegnir við mark KR en KR-ingar fengu mikinn kraft. Þeir hófu að sækja og virtust líklegir til þess að klára dæmið. Þá tók Moldsked upp á því að gefa leikinn. Hann fór út úr markinu í mikið skógarhlaup. Í staðinn fyrir að kasta sér með hendurnar á boltann þá fór hann með fæturnar á undan sér, var of seinn og víti dæmt. Gjörsamlega glórulausir tilburðir hjá Norðmanninum sem var fram að þessu atviki búinn að eiga sinn langbesta leik í sumar og verja á stundum vel. Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítinu. Kjaftshögg fyrir KR. Gestirnir tefldu djarft í kjölfarið en FH refsaði er Hjörtur Logi kom FH í 3-1. Björgólfur klóraði í bakkann en það mark kom of seint. FH vann sanngjarnan sigur en KR fór afar illa að ráði sínu eftir að hafa náð frekar óvænt tökum á leiknum. KR-ingar eru í vondum málum og þar er mikið að. Markvarðakaupin á Moldsked voru mistök og KR ætti að spara sér peninginn með því að senda hann strax heim aftur. Þeim peningum er ekki vel varið. Logi Ólafsson þarf síðan að fara að viðurkenna að 4-4-2 uppstillingin hentar þessu KR-liði engan veginn. Hún er engan veginn að virka og hann getur ekki þrjóskast við mikið lengur. Hann getur ekki bara falið sig á bak við slakan varnarleik liðsins. FH-liðið er að sama skapi á mikilli uppleið og það eru vond tíðindi fyrir hin liðin í deildinni. Leikur liðsins verður betri með hverjum leiknum og liðið gæti hæglega komist á mikla siglingu núna. Atli Guðnason var frábær í kvöld og sóknarleikur FH afar beittur. Ef Atli Viðar hefði nýtt þau færi sem hann gerir venjulega þá hefði FH unnið örugglega í kvöld. Varnarleikurinn var þó vafasamur á löngum köflum og það þarf Heimir þjálfari að skoða. FH-KR 3-2 1-0 Matthías Vilhjálmsson (51.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (68.) 2-1 Tommy Nielsen, víti (77.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (84.) 3-2 Björgólfur Takefusa (86.) Áhorfendur: 2.238Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7. Skot (á mark): 16-12 (8-5)Varin skot: Gunnleifur 3 – Lars 5Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 9-11Rangstöður: 3-2 FH (4-3-3)Gunnleifur Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðmundur Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 7Atli Guðnason 8 - MLÓlafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torger Motland -) KR (4-4-2)Lars Ivan Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (69., Viktor Bjarki Arnarsson 5) Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Eggert Rafn Einarsson 5 (82., Gunnar Kristjánsson -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnbogason 3 (69., Gunnar Örn Jónsson 5) Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: FH - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1. Fyrri hálfleikur var ótrúlega fjörugur. Bæði lið þurftu sárlega þrjú stig og sóttu af miklum krafti. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og það var hreinlega með ólíkindum að hvorugu liðinu skildi takast að skora fyrir hlé. Það var aftur á móti skammt liðið af síðari hálfleik er Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH með laglegu skoti í teignum. FH var með tökin á leiknum í kjölfarið og lítið að gerast hjá KR. Gestirnir úr Vesturbænum fengu síðan aukaspyrnu á hættulegum stað er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Óskar Örn skoraði laglega úr spyrnunni og hleypti leiknum upp. KR fór í 4-3-3 í kjölfarið og tók öll völd á vellinum. FH-ingar voru slegnir við mark KR en KR-ingar fengu mikinn kraft. Þeir hófu að sækja og virtust líklegir til þess að klára dæmið. Þá tók Moldsked upp á því að gefa leikinn. Hann fór út úr markinu í mikið skógarhlaup. Í staðinn fyrir að kasta sér með hendurnar á boltann þá fór hann með fæturnar á undan sér, var of seinn og víti dæmt. Gjörsamlega glórulausir tilburðir hjá Norðmanninum sem var fram að þessu atviki búinn að eiga sinn langbesta leik í sumar og verja á stundum vel. Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítinu. Kjaftshögg fyrir KR. Gestirnir tefldu djarft í kjölfarið en FH refsaði er Hjörtur Logi kom FH í 3-1. Björgólfur klóraði í bakkann en það mark kom of seint. FH vann sanngjarnan sigur en KR fór afar illa að ráði sínu eftir að hafa náð frekar óvænt tökum á leiknum. KR-ingar eru í vondum málum og þar er mikið að. Markvarðakaupin á Moldsked voru mistök og KR ætti að spara sér peninginn með því að senda hann strax heim aftur. Þeim peningum er ekki vel varið. Logi Ólafsson þarf síðan að fara að viðurkenna að 4-4-2 uppstillingin hentar þessu KR-liði engan veginn. Hún er engan veginn að virka og hann getur ekki þrjóskast við mikið lengur. Hann getur ekki bara falið sig á bak við slakan varnarleik liðsins. FH-liðið er að sama skapi á mikilli uppleið og það eru vond tíðindi fyrir hin liðin í deildinni. Leikur liðsins verður betri með hverjum leiknum og liðið gæti hæglega komist á mikla siglingu núna. Atli Guðnason var frábær í kvöld og sóknarleikur FH afar beittur. Ef Atli Viðar hefði nýtt þau færi sem hann gerir venjulega þá hefði FH unnið örugglega í kvöld. Varnarleikurinn var þó vafasamur á löngum köflum og það þarf Heimir þjálfari að skoða. FH-KR 3-2 1-0 Matthías Vilhjálmsson (51.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (68.) 2-1 Tommy Nielsen, víti (77.) 3-1 Hjörtur Logi Valgarðsson (84.) 3-2 Björgólfur Takefusa (86.) Áhorfendur: 2.238Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7. Skot (á mark): 16-12 (8-5)Varin skot: Gunnleifur 3 – Lars 5Horn: 5-10Aukaspyrnur fengnar: 9-11Rangstöður: 3-2 FH (4-3-3)Gunnleifur Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðmundur Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 6 Matthías Vilhjálmsson 7Atli Guðnason 8 - MLÓlafur Páll Snorrason 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torger Motland -) KR (4-4-2)Lars Ivan Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (69., Viktor Bjarki Arnarsson 5) Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Eggert Rafn Einarsson 5 (82., Gunnar Kristjánsson -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnbogason 3 (69., Gunnar Örn Jónsson 5) Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: FH - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira