Enski boltinn

Wes Brown missir ekki af HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wes Brown frá í sex vikur.
Wes Brown frá í sex vikur.

Wes Brown, varnarmaður Manchester United, verður frá næstu sex vikurnar en hann fór meiddur af velli gegn Wolves um helgina.

Brown lék í hægri bakverðinum með enska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Egyptalandi í síðustu viku. Hann ætti að vera orðinn klár í slaginn í tæka tíð fyrir heimsmeistaramótið í sumar.

Hann bætist hinsvegar á meiðslalista United þar sem fyrir eru þeir Michael Owen, Anderson, Ryan Giggs og John O'Shea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×