Enski boltinn

Ferguson: Umboðsmaður Rooney maðurinn á bak við allt vesenið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með Paul Stretford, umboðsmann Wayne Rooney, sem hann kennir um allt uppnámið í kringum framtíð leikmannsins á Old Trafford í síðustu viku.

„Það er alltaf erfitt að vera í starfi hjá United því maður þarf alltaf að glíma við einhver vandamál. Þegar bestu leikmennirnir eru að renna út á samningi þá þarf maður að gera eitthvað til þess að þeir framlengi. Það er alltaf það sama í gangi," sagði Sir Alex Ferguson aðspurður út í atburði síðustu viku.

„Það er mjög erfitt að eiga við umboðsmenn leikmanna í dag. Leikmennirnir eru aldrei vandamál en það eru vandamál í kringum nokkra umboðsmenn," sagði Ferguson.

Wayne Rooney endaði vikuna á því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×