Enski boltinn

Leeds tapaði stórt á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy í leiknum í kvöld.
Craig Bellamy í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Craig Bellamy og félagar í Cardiff unnu 4-0 stórsigur á útivelli gegn Leeds í ensku B-deildinni í kvöld.

Bellamy var reyndar ekki á skotskónum í kvöld. Jay Bothroyd skoraði tvö mörk og þeir Michael Chopra og Lee Naylor eitt hvor.

Með sigrinum komst Cardiff upp að hlið QPR á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 29 stig. QPR hefur gert þrjú jafntefli í röð en Cardiff hefur unnið síðustu fjóra.

Leeds er í sextánda sæti deildarinnar með sautján stig en þetta fornfræga félag hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×