Enski boltinn

Arsene Wenger er ánægður með framfarir Samir Nasri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri fagnar marki sínu á móti Manchester City.
Samir Nasri fagnar marki sínu á móti Manchester City. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ánægður með frammistöðu landa síns Samir Nasri sem hefur skorað 7 mörk í síðustu 7 leikjum og átt með því mikinn þátt í að liðið er komið í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger segir að hinn 23 ára gamli Samir Nasri sé búinn að færa leik sinn upp á næsta stig.

„Hann er farinn að nýta tækifærin sín betur og ég tel að hann sé orðinn sterkari andlega," sagði Arsene Wenger um Nasri.

„Hann var með mark og stoðsendingu á móti Manchester City og það er ekki hægt að biðja um meira frá svo hæfileikaríkum leikmanni," segir Wenger en Nasri er með 7 mörk og 3 stoðsendingar í 11 leikjum Arsenal á tímabilinu. Hann var með 5 mörk og 6 stoðsendinar í 34 leikjum á síðasta tímabili.

„Hann hefur allt til alls, hann getur hlaupið með boltann, hann er fljótur og hann er núna orðinn góður í klára færin sín. Þegar leikmaður er 23 ára þá byrjar fyrst ferill hans meðal þeirra bestu," sagði Wenger sem fékk Nasri frá Marseille sumarið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×