Enski boltinn

Hodgson ánægður með sigurinn og hrósar Torres

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, á hlíðarlínunni í dag.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, á hlíðarlínunni í dag.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, var ánægður með sigurinn gegn Blackburn en liðið náði að rífa sig upp úr botnsætinu eftir, 2-1, sigur í dag.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stigin og frammistöðu liðsins. Við áttum þennan sigur fyllilega skilið og ég var ánægður með hvernig liðið spilaði fyrstu sjötíu mínúturnar," sagði Hodgson.

Stjórinn hældi einnig spánverjanum Fernando Torres vel og innilega eftir leik.

„Torres spilaði vel í dag og að mínu mati hans besti leikur á tímabilinu. Hann getur verið sáttur með sinn leik í dag og við þurfum á honum að halda til að skora fleiri mörk ef að við ætlum okkur upp töfluna. Ég held að hann sé að finna gleðina og orkuna aftur á vellinum," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×