Enski boltinn

Arsenal kláraði City sannfærandi einum fleiri

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Samir Nasri fagnar hér marki sínu í dag.
Samir Nasri fagnar hér marki sínu í dag.

Arsenal landaði góðum, 3-0, sigri gegn Manchester City í dag er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega en strax á fimmtu mínútu fékk Dedryck Boyata að líta rauða spjaldið fyrir brot á Marouane Chamakh framherja Arsenal.

Arsenal nýttu liðsmuninn og tóku forystuna þegar að Samir Nasri skoraði fyrsta mark leiksins á 20.mínútu eftir frábært spil gestanna. Fyrirliðinn Cesc Fabregas fékk tækifæri til að bæta við öðru markinu rétt fyrir leikhlé en lét Joe Hart verja vítaspyrnu frá sér.

Alexander Song bætti við öðru markinu með föstu skoti um miðjan síðari hálfleik og gestirnir í góðri stöðu. Daninn Nicklas Bendtner kláraði svo leikinn og gulltryggði sigurinn með þriðja markinu eftir að hafa sloppið í gegn eftir sendingu frá Nasri.

Arsenal er í öðru sæti með sautján stig eftir leiki dagsins, fimm stigum á eftir Chelsea en City í því fjórða sömuleiðis með 17 stig.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×