Enski boltinn

Rooney hætti við að halda afmæli og fór til Dubai

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wayne Rooney blés af rándýra afmælisveislu og skellti sér í sólina til Dubai ásamt eiginkonu sinni, Coleen. Sonur þeirra, Kai, varð eftir hjá foreldrum Coleen.

Rooney ætlaði að halda upp á 25 ára afmælið sitt með stæl og var þegar búinn að eyða hundruðum þúsunda í mat og drykki. Einnig var búið að setja upp risatjald í garði þeirra hjóna þar sem afmælið átti að fara fram.

Eftir hasarinn síðustu daga finnst Rooney skynsamara að láta sig hverfa og mun því eyða næstu fimm dögum í sólinni.

Annars var búist við um 100 manns í afmælisveisluna sem hugsanlega fer fram um næstu helgi.

Rooney fékk leyfi hjá Sir Alex Ferguson til þess að fara í ferðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×