Enski boltinn

Portsmouth heldur lífi

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Hermann Hreiðarsson getur andað léttar.
Hermann Hreiðarsson getur andað léttar.
Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er nú í betri stöðu og samkvæmt nýjustu fréttum er félagið ekki á leið í gjaldþrot eftir að Sacha Gaydamak fyrrverandi eigandi félagsins komst að samkomulagi um greiðslu upp á 2,2 milljóna punda sem félagið skuldar honum.

Félagið var búið að gefa það út á föstudaginn að liðið væri á leið í gjaldþrot því Gaydamak heimtaði að fá greiðslu strax en lögmenn Gaydamak sögðu hinsvegar í gær að það hafi aldrei verið nein hætta.

Greiðslurnar fara fram á næstu fimm árum samkvæmt samkomulaginu en Gaydamak sem seldi í júlí árið 2009 mun ekki hafa viljað greiðslu strax. Portsmouth féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lenti í greiðslustöðvun á tímabilinu.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Hermann Hreiðarsson sem er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Portsmouth og lék sinn fyrsta leik í gær eftir langa fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×