Enski boltinn

Adebayor sér ekki eftir því að hafa farið til City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Emmanuel Adebayor, framherji Man. City, mætir sínu gamla félagi, Arsenal, í dag. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið Arsenal fyrir City á sínum tíma.

Þessi 26 ára framherji kom til City fyrir síðustu leiktíð.

"Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir mig. Ég hef samt aldrei séð eftir því að hafa komið hingað og mun berjast fyrir sæti mínu í liðinu," sagði Adebayor.

Hann hefur lent upp á kant við stjórann, Roberto Mancini, en hann segir það sýna hversu mikið hann vill standa sig fyrir félagið.

"Ég hef rifist við Mancini og það hefur Tevez líka gert. Ástæðan er að við erum ástríðufullir og viljum standa okkur fyrir City. Menn rífast og svo halda þeir áfram. Rifrildin sýna að okkur stendur ekki á sama."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×