Enski boltinn

Man. Utd er ekki búið að vera

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Patrice Evra, bakvörður Man. Utd, segir að það sé glórulaust að afskrifa Man. Utd í titilbaráttunni. Hann segir einnig að hann myndi yfirgefa félagið ef hann teldi það ekki lengur vera nógu sterkt til að keppa um titla.

"Stjarna Man. Utd-liðsins er liðið sjálft en ekki einn leikmaður. Það viðhorf skilja allir hjá félaginu. Þetta eru skilaboðin sem ungu strákarnir fá og það verða allir að líta í spegil eftir leiki og segja við sjálfan sig að þeir hafi gefið allt," sagði Frakkinn.

"Það voru aldrei nein vandræði í búningsklefanum út af Wayne. Ef hann hefði viljað spjalla þá hefðum við hlustað enda vildum við hjálpa honum. Það eru samt stór mistök að halda því fram að Man. Utd sé búið að vera. Ég vil oftast vera jákvæður en þetta er samt sannleikurinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×