Íslenski boltinn

Umfjöllun: Beittir Blikar lögðu FH-inga

Elvar Geir Magnússon skrifar

Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörk Breiðabliks sem vann sanngjarnan sigur á FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Blikarnir fengu þó betri færi. Haukur Baldvinsson hefði átt að setja mark þegar hann slapp í gegn og þá var Guðmundur Kristjánsson óheppinn að ná ekki að skora þegar Atli Guðnason bjargaði á marklínu frá honum.

Matthías Vilhjálmsson fékk besta færi FH í fyrri hálfleiknum en Ingvar Kale bjargaði með góðu úthlaupi. Matthías var mættur í byrjunarlið FH ásamt Atla Guðnasyni og Hirti Loga Valgarðssyni en þeir þremenningar fundu sig ekki vel í leiknum.

Í seinni hálfleik var Breiðablik talsvert betra liðið á vellinum. Strax í upphafi seinni hálfleiksins skoraði Kristinn Steindórsson en stoðsendinguna átti Alfreð Finnbogason. Þeir félagar endurtóku svo leikinn nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Blikar léku virkilega flottan bolta, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Haukur, Alfreð og Kristinn voru verulega öflugir í sóknarleiknum. Besti maður Íslandsmeistarana var Gunnleifur Gunnleifsson en sigur Blika var sanngjarn og hefði getað orðið stærri ef Gunnleifur hefði ekki verið í stuði.

Verulega góður sigur Breiðabliks en FH-ingar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Þeir eru með fjögur stig og ljóst að það þarf talsvert mikið að breytast hjá þeim ef þeir ætla að verja Íslandsmeistaratitil sinn í sumar.

Breiðablik - FH 2-0

1-0 Kristinn Steindórsson (46.)

2-0 Kristinn Steindórsson (85.)

Dómari: Magnús Þórisson 6

Áhorfendur: 1815

Skot (á mark): 20-8 (11-3)

Varin skot: Ingvar 3 - Gunnleifur 8

Horn: 8-3

Aukaspyrnur fengnar: 12-14

Rangstöður: 2-5

Breiðablik 4-4-2

Ingvar Kale 6

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6

(79. Finnur Margeirsson -)

Kári Ársælsson 5

Elfar Freyr Helgason 6

Kristinn Jónsson 7

Haukur Baldvinsson 8* - Maður leiksins

(90. Olgeir Sigurgeirsson -)

Jökull I. Elísabetarson 6

Guðmundur Kristjánsson 7

Kristinn Steindórsson 8

Alfreð Finnbogason 8

Guðmundur Pétursson 6

(71. Andri Yeoman -)

FH 4-3-3

Gunnleifur Gunnleifsson 7

Guðmundur Sævarsson 5

Pétur Viðarsson 6

Tommy Nielsen 6

Hjörtur Logi Valgarðsson 5

Björn Daníel Sverrisson 4

(75. Jacob Neestrup -)

Matthías Vilhjálmsson 5

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5

(69. Hákon Atli Hallfreðsson 4)

Ólafur Páll Snorrason 5

Atli Guðnason 5

Atli Viðar Björnsson 5

(69. Torger Motland 4)

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×