Íslenski boltinn

Óli Kristjáns: Lagði upp með að vera djarfur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Fréttablaðið.
Ólafur Kristjánsson var ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á Íslandsmeisturum FH. Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörkin í góðum sigri Kópavogsliðsins. "Ég er ánægður bæði með spilamennskuna og úrslitin," lýsti Ólafur yfir eftir leikinn. "Ég er líka ánægður með hugarfar leikmanna í kringum leikmenn. Ég lagði upp með að vera djarfur, fara framarlega á FH-ingana og reyna að vinna boltann hátt uppi. Plan B var að sækja á ákveðna staði þar sem mér finnst þeir vera veikir fyrir." "Mér fannst þetta takast býsna vel hjá okkur," sagði Ólafur sem var ekkert smeykur um að FH jafnaði leikinn eins og í fyrra þegar Hafnarfjarðarliðið stal sigrinum á lokasekúndunum. "Úrslitin í svona leikjum sjá um sig sjálf eftir að maður setur þetta upp. Það þýðir ekkert að hugsa um hvað gerðist í fyrra en svona hlutir gerðu það að verkum að liðið þroskaðist og það lærði mikið," sagði Ólafur sem er með frábært lið í höndunum. Leikmenn liðsins eru margir ungir, en þeir hafa spilað lengi í deildinni og fengið góða reynslu. Þeir eru ekkert efnilegir lengur, þeir eru bara góðir. "Mér fannst þeir sýna það í kvöld, og gegn Val. Tveir góðir 2-0 sigrar sanna það," sagði Ólafur sem bíður spenntur eftir leiknum gegn ÍBV á sunnudaginn. "Eyjamenn hlakkar eflaust til að sjá sína menn heima, þeir eru með gott lið og það verður gaman að fara þangað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×