Enski boltinn

Heiðar byrjaður að æfa á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson er byrjaður að æfa með enska B-deildarliðinu QPR á nýjan leik eftir að hafa verið frá í um mánuð vegna meiðsla.

Heiðar hefur verið meiddur á öxl en æft í vikunni í fyrsta sinn í fjórar vikur. Óvíst er hvort að hann geti spilað með liðinu gegn Preston um helgina.

Heiðar byrjaði frábærlega á tímabilinu með QPR sem er í öðru sæti deildarinnar, enn taplaust eftir sautján leiki. Liðið hefur þó gert sjö jafntefli í síðustu níu leikjum sínum.

Hann hefur skorað fimm mörk í þrettán leikjum með liðinu í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×