Enski boltinn

Roy Hodgson hótar því að losa Liverpool við fleiri leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Mynd/GettyImages
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur gefið það út að fleiri leikmenn gætu verið á förum frá liðinu en Hodgson er á fullu að byggja upp nýtt lið á Anfield.

Roy Hodgson hefur þegar látið þá Albert Riera, Alberto Aquilani, Emiliano Insua og Diego Cavalieri fara frá Liverpool-liðinu en þeir eru ekki þeir einu því Philipp Degen, Nabil El Zhar, Krisztian Nemeth og Damien Plessis hafa einnig fyrirgefið Anfield. Þá voru þeir Javier Mascherano og Yossi Benayoun seldir fyrir góðan pening.

„Við vorum með ótrúlegan stóran hóp þegar ég kom hingað og ef ég segi alveg eins og er þá er leikmannahópurinn ennþá of stór," sagði Roy Hodgson sem hefur ekki bara losað sig við leikmenn því hann hefur fengið þá Christian Poulsen, Raul Meireles, Joe Cole, Paul Konchesky, Brad Jones og Danny Wilson til liðsins.

„Það var stórt verkefni fyrir mig að láta þá leikmenn fara annað sem hefðu aldrei fengið að spila með aðalliðinu. Við ætlum að takmarka leikmannahópinn okkar við menn sem eru nógu góðir til að spila með aðalliðinu eða menn sem eiga bjarta framtíð og eru ennþá æstir í að sanna sig með unglinga- og varaliðinu," sagði Hodgson.

„Við viljum ekki safna að okkur mönnum sem eru of gamlir fyrir varaliðið en geta á sama tíma ekkert hjálað aðalliðinu," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×