Brýnt að breyta innkaupareglum Kópavogs 17. febrúar 2010 10:36 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir brýnt að breyta innkaupareglum bæjarfélagsins. Hún hefur lagt fram tillögu í bæjarráði sem gerir ráð fyrir að útboð verði viðhaft vegna verklegra framkvæmda umfram 10 milljónir. Viðmiðið í dag er 20 milljónir. Undanfarin ár hafa ýmsar greiðslur Kópavogsbæjar til verktaka verið umdeildar. Til að mynda riðaði meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks til falls síðasta sumar vegna viðskipta bæjarfélagsins við fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar, þáverandi bæjarstjóra. Nýjasta málið snýr að stuðningsmanni Gunnars sem gegnir starfi skoðunarmanns reikninga bæjarins fyrir hönd sjálfstæðismanna. Hann fékk rúmlega sjötíu milljónir króna frá Kópavogsbæ fyrir ýmis hönnunar- og eftirlitsstörf á árunum 2003 til 2008. Ekkert þessara verka var boðið út. Mikilvægt að tryggja hagstæðustu verðin „Ég tel brýnt að verkferlar og gegnsæi séu bættir vegna kaupa á vöru og þjónustu til að tryggja hagstæðustu verðin. Auk þess mun ég leggja til í framhaldinu að vegna kaupa á þjónustu og vörukaupa undir þessum viðmiðum verði skilyrðislaust leitað verðtilboða, nema rökstuðningur liggi fyrir sé annað ákveðið," segir Guðríður. Guðríður vill að fram fari útboð þegar áætluð fjárhæð vegna kaupa Kópavogsbæjar á þjónustu fer yfir 5 milljónir en viðmiðið í dag er 15 milljónir. Hún telur auk þess að vörukaup eigi að miðast við 2,5 milljónir í stað 10 milljóna. Guðríður segir að þetta séu samskonar viðmiðunarfjárhæðir og eru í Hafnarfirði og að þær séu enn lægri á Akureyri. Tillaga Guðríðar gerir ráð fyrir að fjárhæðirnar breytist með hliðsjón af byggingarvísitölu. Á síðasta bæjarráðsfundi var tillögunni vísað til bæjarlögmanns til umsagnar. Tengdar fréttir Má draga hlutleysi Halldórs í efa Sérfræðingur í sveitastjórnalögum vill ekki fullyrða um hvort Halldór Jónsson skoðunarmaður reikninga Kópavogsbæjar sé vanhæfur til að gegna því starfi þótt hann hafi fengið rúmlega 70 milljónir króna greiddar frá bænum vegna annarra starfa. Það sé þó hægt að draga hlutleysi hans í efa í þeim efnum þar sem hann þiggi greiðslur frá bænum á sama tíma og hann yfirfari reikninga hans. 14. febrúar 2010 12:31 Segir vinnubrögð ámælisverð „Það er ljóst að fyrirtæki Halldórs voru færð verk á silfurfati og tilboða ekki leitað. Það er ólíðandi í opinberri stjórnsýslu og brýnt að alltaf sé leitað tilboða til að tryggja hagstæðasta verð,“ segir Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. 16. febrúar 2010 03:30 Halldór Jónsson: Þegar skamma á Moskvu verður Albanía fyrir valinu Verkfræðingurinn Halldór Jónsson svarar ásökunum eigin flokksmanna um óeðlileg viðskipti fyrirtækis á hans vegum við Kópavogsbæ í pistli á bloggi sínu í dag. Þar lætur hann að því liggja að árásir á hann séu í raun pólitískar árásir á Gunnar Birgisson, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, en hann sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. 16. febrúar 2010 19:37 Halldór rukkaði Kópavogsbæ nokkrum árum eftir verklok Verkin sem Halldór Jónsson verkfræðingur vann fyrir Kópavogsbæ og Fréttablaðið greindi frá á laugardag tengjast sjö framkvæmdum í bænum á árabilinu 2003 til 2008. 15. febrúar 2010 06:00 Tugmilljónagreiðslur án útboðs Stuðningsmaður Gunnars I. Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, sem gegnir starfi skoðunarmanns reikninga bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðismanna, fékk rúmlega sjötíu milljónir króna frá bænum fyrir ýmis hönnunar-og eftirlitsstörf á árunum 2003 til 2008. Ekkert þessara verka var boðið út. 12. febrúar 2010 18:39 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir brýnt að breyta innkaupareglum bæjarfélagsins. Hún hefur lagt fram tillögu í bæjarráði sem gerir ráð fyrir að útboð verði viðhaft vegna verklegra framkvæmda umfram 10 milljónir. Viðmiðið í dag er 20 milljónir. Undanfarin ár hafa ýmsar greiðslur Kópavogsbæjar til verktaka verið umdeildar. Til að mynda riðaði meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks til falls síðasta sumar vegna viðskipta bæjarfélagsins við fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar, þáverandi bæjarstjóra. Nýjasta málið snýr að stuðningsmanni Gunnars sem gegnir starfi skoðunarmanns reikninga bæjarins fyrir hönd sjálfstæðismanna. Hann fékk rúmlega sjötíu milljónir króna frá Kópavogsbæ fyrir ýmis hönnunar- og eftirlitsstörf á árunum 2003 til 2008. Ekkert þessara verka var boðið út. Mikilvægt að tryggja hagstæðustu verðin „Ég tel brýnt að verkferlar og gegnsæi séu bættir vegna kaupa á vöru og þjónustu til að tryggja hagstæðustu verðin. Auk þess mun ég leggja til í framhaldinu að vegna kaupa á þjónustu og vörukaupa undir þessum viðmiðum verði skilyrðislaust leitað verðtilboða, nema rökstuðningur liggi fyrir sé annað ákveðið," segir Guðríður. Guðríður vill að fram fari útboð þegar áætluð fjárhæð vegna kaupa Kópavogsbæjar á þjónustu fer yfir 5 milljónir en viðmiðið í dag er 15 milljónir. Hún telur auk þess að vörukaup eigi að miðast við 2,5 milljónir í stað 10 milljóna. Guðríður segir að þetta séu samskonar viðmiðunarfjárhæðir og eru í Hafnarfirði og að þær séu enn lægri á Akureyri. Tillaga Guðríðar gerir ráð fyrir að fjárhæðirnar breytist með hliðsjón af byggingarvísitölu. Á síðasta bæjarráðsfundi var tillögunni vísað til bæjarlögmanns til umsagnar.
Tengdar fréttir Má draga hlutleysi Halldórs í efa Sérfræðingur í sveitastjórnalögum vill ekki fullyrða um hvort Halldór Jónsson skoðunarmaður reikninga Kópavogsbæjar sé vanhæfur til að gegna því starfi þótt hann hafi fengið rúmlega 70 milljónir króna greiddar frá bænum vegna annarra starfa. Það sé þó hægt að draga hlutleysi hans í efa í þeim efnum þar sem hann þiggi greiðslur frá bænum á sama tíma og hann yfirfari reikninga hans. 14. febrúar 2010 12:31 Segir vinnubrögð ámælisverð „Það er ljóst að fyrirtæki Halldórs voru færð verk á silfurfati og tilboða ekki leitað. Það er ólíðandi í opinberri stjórnsýslu og brýnt að alltaf sé leitað tilboða til að tryggja hagstæðasta verð,“ segir Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. 16. febrúar 2010 03:30 Halldór Jónsson: Þegar skamma á Moskvu verður Albanía fyrir valinu Verkfræðingurinn Halldór Jónsson svarar ásökunum eigin flokksmanna um óeðlileg viðskipti fyrirtækis á hans vegum við Kópavogsbæ í pistli á bloggi sínu í dag. Þar lætur hann að því liggja að árásir á hann séu í raun pólitískar árásir á Gunnar Birgisson, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, en hann sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. 16. febrúar 2010 19:37 Halldór rukkaði Kópavogsbæ nokkrum árum eftir verklok Verkin sem Halldór Jónsson verkfræðingur vann fyrir Kópavogsbæ og Fréttablaðið greindi frá á laugardag tengjast sjö framkvæmdum í bænum á árabilinu 2003 til 2008. 15. febrúar 2010 06:00 Tugmilljónagreiðslur án útboðs Stuðningsmaður Gunnars I. Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, sem gegnir starfi skoðunarmanns reikninga bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðismanna, fékk rúmlega sjötíu milljónir króna frá bænum fyrir ýmis hönnunar-og eftirlitsstörf á árunum 2003 til 2008. Ekkert þessara verka var boðið út. 12. febrúar 2010 18:39 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Má draga hlutleysi Halldórs í efa Sérfræðingur í sveitastjórnalögum vill ekki fullyrða um hvort Halldór Jónsson skoðunarmaður reikninga Kópavogsbæjar sé vanhæfur til að gegna því starfi þótt hann hafi fengið rúmlega 70 milljónir króna greiddar frá bænum vegna annarra starfa. Það sé þó hægt að draga hlutleysi hans í efa í þeim efnum þar sem hann þiggi greiðslur frá bænum á sama tíma og hann yfirfari reikninga hans. 14. febrúar 2010 12:31
Segir vinnubrögð ámælisverð „Það er ljóst að fyrirtæki Halldórs voru færð verk á silfurfati og tilboða ekki leitað. Það er ólíðandi í opinberri stjórnsýslu og brýnt að alltaf sé leitað tilboða til að tryggja hagstæðasta verð,“ segir Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. 16. febrúar 2010 03:30
Halldór Jónsson: Þegar skamma á Moskvu verður Albanía fyrir valinu Verkfræðingurinn Halldór Jónsson svarar ásökunum eigin flokksmanna um óeðlileg viðskipti fyrirtækis á hans vegum við Kópavogsbæ í pistli á bloggi sínu í dag. Þar lætur hann að því liggja að árásir á hann séu í raun pólitískar árásir á Gunnar Birgisson, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, en hann sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. 16. febrúar 2010 19:37
Halldór rukkaði Kópavogsbæ nokkrum árum eftir verklok Verkin sem Halldór Jónsson verkfræðingur vann fyrir Kópavogsbæ og Fréttablaðið greindi frá á laugardag tengjast sjö framkvæmdum í bænum á árabilinu 2003 til 2008. 15. febrúar 2010 06:00
Tugmilljónagreiðslur án útboðs Stuðningsmaður Gunnars I. Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, sem gegnir starfi skoðunarmanns reikninga bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðismanna, fékk rúmlega sjötíu milljónir króna frá bænum fyrir ýmis hönnunar-og eftirlitsstörf á árunum 2003 til 2008. Ekkert þessara verka var boðið út. 12. febrúar 2010 18:39