Telja dagana frá síðasta innbroti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 06:46 Íbúar í Gamla Garði hafa sett upp skilti í glugga bygginarinnar þar sem segir hversu margir dagar eru liðnir frá því að síðast var brotið inn. Vísir/Vala Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira