Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 11:08 Yfirlitsmynd af slysstaðnum sem sýnir akstursáttir bifreiðanna og staðsetingu eftir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður Mercedes Benz-fólksbifreiðar lést á staðnum þegar bifreiðin lenti framan á Toyota Land Cruiser á Vesturlandsvegi norðan við Hraunsnef í Borgarfirði að kvöldi 9. júní 2024. Tveir sem voru um borð í Land Cruiser-bifreiðinni voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt atvikalýsingu í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa var Mercedes Benz-bifreiðinni ekið yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á Toyota-bifreiðina um 3,7 kílómetra norðan við Bifröst. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar sagðist ekki hafa tekið eftir hinni fyrr en rétt fyrir slysið og ekki haft svigrúm til að bregðast við áður en bifreiðarnar lentu saman. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Ökumaður Benz-bifreiðarinnar lést af völdum fjöláverka. Ekki var hægt að greina hraða bifreiðarinnar en áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að mikið magn fíkniefnis var í blóði ökumannsins. Meginorsök slyssins er talin sú að ökumaðurinn hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefnisins. Þá hafi ökumaðurinn ekið yfir á vinstri vegarhelming án þess að ganga úr skugga um að það væri hægt án hættu gagnvart annarri umferð. Slysið varð skammt norðan við Hraunsnef í Borgarfirði.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefndin bendir á að akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja sé alvarlegt vandamál í umferðinni. Af tuttugu og sjö banaslysum í umferðinni á árunum 2021 til 2023 hafi ökumenn í sjö þeirra verið undir áhrifum. Það hafi áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfi. Nauðsynlegt sé að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir slíka neyslu. Samgönguslys Borgarbyggð Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður Mercedes Benz-fólksbifreiðar lést á staðnum þegar bifreiðin lenti framan á Toyota Land Cruiser á Vesturlandsvegi norðan við Hraunsnef í Borgarfirði að kvöldi 9. júní 2024. Tveir sem voru um borð í Land Cruiser-bifreiðinni voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt atvikalýsingu í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa var Mercedes Benz-bifreiðinni ekið yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á Toyota-bifreiðina um 3,7 kílómetra norðan við Bifröst. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar sagðist ekki hafa tekið eftir hinni fyrr en rétt fyrir slysið og ekki haft svigrúm til að bregðast við áður en bifreiðarnar lentu saman. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Ökumaður Benz-bifreiðarinnar lést af völdum fjöláverka. Ekki var hægt að greina hraða bifreiðarinnar en áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að mikið magn fíkniefnis var í blóði ökumannsins. Meginorsök slyssins er talin sú að ökumaðurinn hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefnisins. Þá hafi ökumaðurinn ekið yfir á vinstri vegarhelming án þess að ganga úr skugga um að það væri hægt án hættu gagnvart annarri umferð. Slysið varð skammt norðan við Hraunsnef í Borgarfirði.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefndin bendir á að akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja sé alvarlegt vandamál í umferðinni. Af tuttugu og sjö banaslysum í umferðinni á árunum 2021 til 2023 hafi ökumenn í sjö þeirra verið undir áhrifum. Það hafi áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfi. Nauðsynlegt sé að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir slíka neyslu.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Borgarbyggð Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54