Enski boltinn

Stoke vill fá Eið Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Stoke City búið að setja sig í samband við Monaco vegna Eiðs Smára Guðjohnsen.

Stoke er í leit að sóknarmanni áður en glugginn lokar og félagið hefur nú ákveðið að beina spjótum sínum að Eiði Smára.

Eiður hefur verið orðaður við fjölda félaga á síðustu vikum en þrátt fyrir það hefur ekki þokast í hans málum.

Hann hefur áður verið orðaður við Fulham, Birmingam og Glasgow Rangers meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×