Arsenal þarf að nýta tækifærið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2010 09:00 Samir Nasri hjá Arsenal og Gareth Bale hjá Tottenham. Nordic Photos / AFP Chelsea og Manchester United hafa nánast einokað titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár en báðum liðum hefur gengið nokkuð erfiðlega að finna sama stöðugleika og hefur einkennt liðin á undanförnum leiktíðum. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár og á í dag möguleika á að því að komast í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham. Lundúnaslagurinn er hádegisleikur dagsins á Englandi og með sigri kemst Arsenal einu stigi upp fyrir Chelsea sem á leik síðar í dag. Chelsea hefur haldið toppsætinu þrátt fyrir að hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum en gæti misst það í dag, þó ekki nema um stundarsakir. „Er komið að okkur að vinna titilinn? Það er um að gera að vera jákvæður gagnvart framtíðinni og það getur vel verið að það sé komið að okkur," sagði Frakkinn Samir Nasri, leikmaður Arsenal, sem átti stórleik í vináttulandsleiknum gegn Englandi í vikunni. „Þetta verður sannarlega ekki auðveldur leikur en mér finnst að orðspor okkar hafi ekki verið jafn gott í langan tíma og við höfum allt sem þarf til að standa okkur vel." Leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum í dag en heimavöllur Arsenal hefur ekki reynst sama vígi í ár eins og oft áður. Liðið tapaði þar fyrr í haust fyrir West Brom og fyrir Newcastle fyrir tveimur vikum. Tottenham hefur ekki náð að fylgja eftir góðu gengi í Meistaradeildinni og er nú þremur stigum frá Meistaradeildarsæti í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið þarf því helst að sigra í dag til að missa ekki toppliðin of langt frá sér. Gareth Bale er skærasta stjarna liðsins um þessar mundir og ekki að ástæðulausu. Hann hefur sýnt snilldartakta á leiktíðinni og ætlar ekkert að gefa eftir gegn Arsenal. „Eins og er þurfum við að vinna hvern einasta leik sem við förum í," sagði Bale við enska fjölmiðla. „Og við höfum sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er. Það verður auðvitað mjög erfitt að spila við Arsenal á Emirates-leikvanginum en við verðum tilbúnir í slaginn þegar leikurinn hefst."Rooney á bekknumSir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Wayne Rooney geti mögulega komið við sögu í leiknum gegn Wigan í dag. Rooney hefur verið frá síðan hann kom inn á sem varamaður gegn West Brom í síðasta mánuði.Ef hann spilar í dag verður það fyrsti leikur hans síðan fréttir af samningamálum hans náðu ótrúlegum hæðum í fjölmiðlum í síðasta mánuði.„Ég held að hann verði ekki í byrjunarliðinu á morgun," sagði Ferguson í gær. „En hann kemst kannski á bekkinn. Hann spilar þó vafalaust í leiknum gegn Rangers [í Meistaradeildinni] á miðvikudaginn."United er í þriðja sæti deildarinnar og hefur gert tvö jafntefli í deildinni í röð. Liðið er reyndar enn taplaust í deildinni en á fleiri jafntefli (7) en sigra (6) til þessa.Erfitt hjá ChelseaEnglandsmeistararnir fengu 3-0 skell gegn Sunderland á heimavelli um síðustu helgi og vilja sjálfsagt ólmir komast aftur á sigurbraut. Þeir eiga þó erfiðan leik fyrir höndum gegn Birmingham á útivelli í dag og ekki síst fyrir þær sakir að margir leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða.Fyrst og fremst er liðið án tveggja þungavigtarmanna sem hafa verið lykilmenn í liðinu meira eða minna í áratug, þeirra John Terry og Frank Lampard. Báðir eru meiddir, rétt eins og Yury Zhirkov og Yossi Benayoun. Auk þess mun Michael Essien taka út leikbann.Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Brasilíumaðurinn Alex verður í liðinu í dag og mun líklega spila við hlið Branislavs Ivanovic í vörninni. Alex þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla en gat æft með brasilíska landsliðinu í vikunni.„Við vitum að hann þarf að fara í aðgerð en það er hægt að fresta því eitthvað. Það er engin áhætta fólgin í því að láta hann spila en hann þarf samt að ná sér af hnémeiðslunum," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.Enginn GerrardLiverpool spilar sinn fyrsta leik í dag eftir að fréttir bárust af því að fyrirliðinn Steven Gerrard yrði frá í 3-4 vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í landsleik Englands og Frakklands í vikunni. Forráðamenn félagsins eru æfir út í Fabio Capello landsliðsþjálfara fyrir að láta hann spila nánast allan leikinn. Capello lætur það þó ekki á sig fá og hefur harðneitað að biðjast afsökunar á þessu.Það eru þó góðar fréttir fyrir Liverpool að Fernando Torres getur spilað í leiknum gegn West Ham í dag, sem og Dirk Kuyt, Martin Skrtel og Glen Johnson.West Ham er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og verður þar að auki án síns besta leikmanns, Scotts Parker, sem er meiddur. Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Chelsea og Manchester United hafa nánast einokað titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár en báðum liðum hefur gengið nokkuð erfiðlega að finna sama stöðugleika og hefur einkennt liðin á undanförnum leiktíðum. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár og á í dag möguleika á að því að komast í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á grönnum sínum og erkifjendum í Tottenham. Lundúnaslagurinn er hádegisleikur dagsins á Englandi og með sigri kemst Arsenal einu stigi upp fyrir Chelsea sem á leik síðar í dag. Chelsea hefur haldið toppsætinu þrátt fyrir að hafa tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum en gæti misst það í dag, þó ekki nema um stundarsakir. „Er komið að okkur að vinna titilinn? Það er um að gera að vera jákvæður gagnvart framtíðinni og það getur vel verið að það sé komið að okkur," sagði Frakkinn Samir Nasri, leikmaður Arsenal, sem átti stórleik í vináttulandsleiknum gegn Englandi í vikunni. „Þetta verður sannarlega ekki auðveldur leikur en mér finnst að orðspor okkar hafi ekki verið jafn gott í langan tíma og við höfum allt sem þarf til að standa okkur vel." Leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum í dag en heimavöllur Arsenal hefur ekki reynst sama vígi í ár eins og oft áður. Liðið tapaði þar fyrr í haust fyrir West Brom og fyrir Newcastle fyrir tveimur vikum. Tottenham hefur ekki náð að fylgja eftir góðu gengi í Meistaradeildinni og er nú þremur stigum frá Meistaradeildarsæti í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið þarf því helst að sigra í dag til að missa ekki toppliðin of langt frá sér. Gareth Bale er skærasta stjarna liðsins um þessar mundir og ekki að ástæðulausu. Hann hefur sýnt snilldartakta á leiktíðinni og ætlar ekkert að gefa eftir gegn Arsenal. „Eins og er þurfum við að vinna hvern einasta leik sem við förum í," sagði Bale við enska fjölmiðla. „Og við höfum sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er. Það verður auðvitað mjög erfitt að spila við Arsenal á Emirates-leikvanginum en við verðum tilbúnir í slaginn þegar leikurinn hefst."Rooney á bekknumSir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Wayne Rooney geti mögulega komið við sögu í leiknum gegn Wigan í dag. Rooney hefur verið frá síðan hann kom inn á sem varamaður gegn West Brom í síðasta mánuði.Ef hann spilar í dag verður það fyrsti leikur hans síðan fréttir af samningamálum hans náðu ótrúlegum hæðum í fjölmiðlum í síðasta mánuði.„Ég held að hann verði ekki í byrjunarliðinu á morgun," sagði Ferguson í gær. „En hann kemst kannski á bekkinn. Hann spilar þó vafalaust í leiknum gegn Rangers [í Meistaradeildinni] á miðvikudaginn."United er í þriðja sæti deildarinnar og hefur gert tvö jafntefli í deildinni í röð. Liðið er reyndar enn taplaust í deildinni en á fleiri jafntefli (7) en sigra (6) til þessa.Erfitt hjá ChelseaEnglandsmeistararnir fengu 3-0 skell gegn Sunderland á heimavelli um síðustu helgi og vilja sjálfsagt ólmir komast aftur á sigurbraut. Þeir eiga þó erfiðan leik fyrir höndum gegn Birmingham á útivelli í dag og ekki síst fyrir þær sakir að margir leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða.Fyrst og fremst er liðið án tveggja þungavigtarmanna sem hafa verið lykilmenn í liðinu meira eða minna í áratug, þeirra John Terry og Frank Lampard. Báðir eru meiddir, rétt eins og Yury Zhirkov og Yossi Benayoun. Auk þess mun Michael Essien taka út leikbann.Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Brasilíumaðurinn Alex verður í liðinu í dag og mun líklega spila við hlið Branislavs Ivanovic í vörninni. Alex þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla en gat æft með brasilíska landsliðinu í vikunni.„Við vitum að hann þarf að fara í aðgerð en það er hægt að fresta því eitthvað. Það er engin áhætta fólgin í því að láta hann spila en hann þarf samt að ná sér af hnémeiðslunum," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.Enginn GerrardLiverpool spilar sinn fyrsta leik í dag eftir að fréttir bárust af því að fyrirliðinn Steven Gerrard yrði frá í 3-4 vikur vegna meiðslanna sem hann hlaut í landsleik Englands og Frakklands í vikunni. Forráðamenn félagsins eru æfir út í Fabio Capello landsliðsþjálfara fyrir að láta hann spila nánast allan leikinn. Capello lætur það þó ekki á sig fá og hefur harðneitað að biðjast afsökunar á þessu.Það eru þó góðar fréttir fyrir Liverpool að Fernando Torres getur spilað í leiknum gegn West Ham í dag, sem og Dirk Kuyt, Martin Skrtel og Glen Johnson.West Ham er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og verður þar að auki án síns besta leikmanns, Scotts Parker, sem er meiddur.
Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira