Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld 14. janúar 2010 10:50 Fyrsta verk rústabjörgunarsveitarinnar var að afferma Icelandair flugvélina á flugvellinum í höfuðborginni Port au Prince. Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. Fyrsta verk rústabjörgunarsveitarinnar var að afferma Icelandair flugvélina á flugvellinum í höfuðborginni Port au Prince. Dagbjartur segir að því næst hafi Íslendingarnir aðstoðað við að koma upp móttöku Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að auðvelda öðrum hjálparsveitum að komast inn í landið. Að því loknu fóru liðsmenn sveitarinnar í leiðangur um borgina til að kanna aðstæður en auk þess var ætlunin að koma upp búðum og samhæfingarmiðstöð á íþróttavelli í höfuðborginni. Dagbjartur segir að aðstæður þar hafi aftur á móti verið óviðunnandi og því hafi íslenska sveitin farið aftur á flugvöllinn þar sem búðum og samhæfingarmiðstöð fyrir alla þá aðila sem koma að björgunarstarfi í landinu á næstu dögum var komið upp. Dagbjartur segir mikilvægt að björgunarsveitarmenn nái að nýta dagsbirtuna vel og því hefji íslenska sveitin störf snemma. Í nótt gengu áætlanir út á að Íslendingarnir myndu fara að rústum hótels í suðurhluta borgarinnar. Þar er margra saknað, meðal annars hátt í 60 starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Dagbjartur veit ekki til þess að þær áætlanir hafi breyst en það muni skýrast fljótlega. Flugvélin sem flutti sveitina út til Haítí hélt áleiðis heim um klukkan eitt í nótt og lenti í Nassau á Bahamaeyjum á þriðja tímanum. Dagbjartur segir að hátt í 80 manns hafi verið um borð í vélinni, þar á meðal Norðurlandabúar og bandarískir kristniboðar. Óvíst sé hversu margir verði eftir þar sem góðar samgöngur séu á milli Nassau og Bandaríkjanna. Dagbjartur telur allt eins líklegt að Norðurlandabúarnir komi með flugvélinni til Íslands eftir að áhöfnin hefur hvílt sig. Tengdar fréttir Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 „Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14. janúar 2010 03:15 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. Fyrsta verk rústabjörgunarsveitarinnar var að afferma Icelandair flugvélina á flugvellinum í höfuðborginni Port au Prince. Dagbjartur segir að því næst hafi Íslendingarnir aðstoðað við að koma upp móttöku Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að auðvelda öðrum hjálparsveitum að komast inn í landið. Að því loknu fóru liðsmenn sveitarinnar í leiðangur um borgina til að kanna aðstæður en auk þess var ætlunin að koma upp búðum og samhæfingarmiðstöð á íþróttavelli í höfuðborginni. Dagbjartur segir að aðstæður þar hafi aftur á móti verið óviðunnandi og því hafi íslenska sveitin farið aftur á flugvöllinn þar sem búðum og samhæfingarmiðstöð fyrir alla þá aðila sem koma að björgunarstarfi í landinu á næstu dögum var komið upp. Dagbjartur segir mikilvægt að björgunarsveitarmenn nái að nýta dagsbirtuna vel og því hefji íslenska sveitin störf snemma. Í nótt gengu áætlanir út á að Íslendingarnir myndu fara að rústum hótels í suðurhluta borgarinnar. Þar er margra saknað, meðal annars hátt í 60 starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Dagbjartur veit ekki til þess að þær áætlanir hafi breyst en það muni skýrast fljótlega. Flugvélin sem flutti sveitina út til Haítí hélt áleiðis heim um klukkan eitt í nótt og lenti í Nassau á Bahamaeyjum á þriðja tímanum. Dagbjartur segir að hátt í 80 manns hafi verið um borð í vélinni, þar á meðal Norðurlandabúar og bandarískir kristniboðar. Óvíst sé hversu margir verði eftir þar sem góðar samgöngur séu á milli Nassau og Bandaríkjanna. Dagbjartur telur allt eins líklegt að Norðurlandabúarnir komi með flugvélinni til Íslands eftir að áhöfnin hefur hvílt sig.
Tengdar fréttir Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 „Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14. janúar 2010 03:15 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30
„Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14. janúar 2010 03:15
Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34
Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28