Jón hræðist ekki hótanir LÍÚ 14. janúar 2010 12:31 Jón Bjarnason. Mynd/GVA Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. Útgerðarmenn berjast nú gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka kvótann af þeim í áföngum með svokallaðri fyrningarleið. Á stjórnarfundi LÍÚ fyrir jól var samþykkt að ef allt um þryti yrði flotanum siglt í land og hann bundinn við bryggju. Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir útvegsmenn eiga sæti í starfshópi sem nú vinni að framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og sérstaklega því sem lúti að eignarhaldi og ráðstöfunarétti á aflaheimildum. Hann segir að þar geti þeir komið sínum áherslumálum á framfæri. „Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land. Ég treysti þeim frekar til þess að koma og halda áfram í þessari umræðu. Þeir vita um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vita hvað takast á við og ég treysti að þeir taki þátt í því starfi að fullri ábyrgð. Ég hef enga trú á því að LÍÚ sé neitt bættara með því að hóta einum né neinum í þessum efnum," segir Jón. Starfshópurinn skilar af sér áliti á næstu vikum. „Það er náttúrulega ljóst að það er engin sátt í samfélaginu um það fyrirkomulag á eignarhaldi sem nú er. Á því þarf að finnast betri lausn þannig að samfélagsleg sátt verði um," segir Jón. Stjórnarmenn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Vestmanneyjum, eru æva reiðir út í sjávarútvegsráðherra, fyrir ýmsar fyrirætlanir um breytta stöðu sjávarútvegsins. Nú síðast fyrir nýjar reglur um útflutning á óunnum fiski í gámum. Í greinargerð frá fundinum í gærkvöldi, segjast þeir vera sammála þeim félögum í LÍÚ, sem vilja sigla flotanum í land og fá hin ýmsu mál á hreint. Við núverandi aðstæður vilji engin fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Tengdar fréttir LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra segist enga trú hafa á því að útvegsmenn hlaupist undan samfélagslegri ábyrgð og sigli flotanum í land vegna áforma ríkisstjórnarinnar fyrningu kvótans. Útvegsmenn eigi sæti í starfshópi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og geti vel komið sínum málum á framfæri þar. Útgerðarmenn berjast nú gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka kvótann af þeim í áföngum með svokallaðri fyrningarleið. Á stjórnarfundi LÍÚ fyrir jól var samþykkt að ef allt um þryti yrði flotanum siglt í land og hann bundinn við bryggju. Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, segir útvegsmenn eiga sæti í starfshópi sem nú vinni að framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarmála og sérstaklega því sem lúti að eignarhaldi og ráðstöfunarétti á aflaheimildum. Hann segir að þar geti þeir komið sínum áherslumálum á framfæri. „Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land. Ég treysti þeim frekar til þess að koma og halda áfram í þessari umræðu. Þeir vita um stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vita hvað takast á við og ég treysti að þeir taki þátt í því starfi að fullri ábyrgð. Ég hef enga trú á því að LÍÚ sé neitt bættara með því að hóta einum né neinum í þessum efnum," segir Jón. Starfshópurinn skilar af sér áliti á næstu vikum. „Það er náttúrulega ljóst að það er engin sátt í samfélaginu um það fyrirkomulag á eignarhaldi sem nú er. Á því þarf að finnast betri lausn þannig að samfélagsleg sátt verði um," segir Jón. Stjórnarmenn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi í Vestmanneyjum, eru æva reiðir út í sjávarútvegsráðherra, fyrir ýmsar fyrirætlanir um breytta stöðu sjávarútvegsins. Nú síðast fyrir nýjar reglur um útflutning á óunnum fiski í gámum. Í greinargerð frá fundinum í gærkvöldi, segjast þeir vera sammála þeim félögum í LÍÚ, sem vilja sigla flotanum í land og fá hin ýmsu mál á hreint. Við núverandi aðstæður vilji engin fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi.
Tengdar fréttir LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13. janúar 2010 18:22