Enski boltinn

Henry: Rangt að kenna Hodgson um

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Henry, eigandi Liverpool.
John Henry, eigandi Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
John Henry, eigandi Liverpool, segir það einfaldlega rangt að kenna Roy Hodgson knattspyrnustjóra um ófarir Liverpool í haust.

Liverpool hefur gengið illa í haust og tapaði um helgina fyrir Stoke, 2-0. Liðið virtist vera komið á beinu brautina eftir nokkra sigurleiki í röð þar sem liðið vann meðal annars sigur á meistaraliði Chelsea.

„Félagið hefur þurft að ganga í gegnum erfiða tíma og þeim er ekki lokið," sagði Henry. „Það er einfaldlega rangt að kenna stjóranum eða einum leikmanni um. Þetta félag þarf að ná sínu allra besta fram í hverjum einasta leik. Ef það gerist ekki vinnum við ekki."

Henry ætlar sér að styrkja leikmannahóp Liverpool en óvíst er hversu margir leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

„Það er næg vinna framundan og við þurfum að leggja pening í félagið til að bæta liðið. Verður hægt að gera það þannig að það beri árangur strax í janúar? Margir af þeim sem ég hef rætt við efast um það," sagði Henry. „Flestir virðast þeirrar skoðunnar að við munum ekki geta styrkt okkur að neinu ráði fyrr en í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×