Enski boltinn

Sér eftir að hafa selt Liverpool til Gillett og Hicks

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gillett og Hicks eru óvinsælir á Anfield þessa dagana.
Gillett og Hicks eru óvinsælir á Anfield þessa dagana.
Maðurinn sem seldi Liverpool til George Gillett og Tom Hicks, David Moores, sér eftir því að hafa selt Bandaríkjamönnunum klúbbinn. Gillett og Hicks eru líklega óvinsælustu mennirnir í Liverpool um þessar mundir.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa þeir allt annað en sett þá gríðarlegu fjármuni í leikmannahópinn sem þeir lofuðu og þá bólar heldur ekkert á nýjum leikvangi sem fyrirhugað var að taka í notkun á allra næstu árum.

Ljóst er að svo verður ekki.

Moores skrifaði opið bréf í Times dagblaðið í dag en stuðningsmenn Liverpool leita nú ýmissa leiða til að ýta á sölu klúbbsins. Gillett og Hicks gera nú hvað þeir geta til að selja en verðleggja Liverpool gríðarlega hátt.

„Ekki refsa stuðningsmönnunum meira," sagði Moores og bætti við að hann sæi eftir því að hafa selt þeim klúbbinn.

Bréfið má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×