Erlent

Tarloff ósakhæfur vegna geðklofa

David Tarloff er snarbilaður.
David Tarloff er snarbilaður.

David Tarloff var fundinn ósakhæfur í réttarhöldum í New York í vikunni, þar sem hann hefur greinst með geðklofa, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða 56 ára gamla konu með kjötsaxi.

Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að réttarhöld yfir Tarloff hefðu verið ómerkt eftir að hann sýndi heldur undarlega hegðun. Var þá farið fram á geðrannsókn en hart var deilt um geðheilsu mannsins sem varð mannsbani árið 2008.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í New York. Tarloff á að hafa sagt við yfirheyrslur að hann hefði ætlað að ræna konuna, sem var sálfræðingur.

Hann vonaðist til þess að koma höndum yfir 50 þúsund dollara. Peninginn ætlaði að hann að nota til þess að sækja móður sína á elliheimili og fara með hana til Hawai.

Réttarhöldin í síðasta mánuðiu voru stöðvuð og ómerkt eftir að Tarloff gaf dómaranum fingurkoss auk þess sem hann greip út í tómt loftið líkt og hann væri að veiða flugur. Svo muldraði hann brjálæðislega til þess að undirstrika ástand sitt.

Nú hafa geðlæknar komist að þeirri niðurstöðu að Tarloff er haldinn alvarlegum geðklofa og er því ekki í andlegu ásigkomulagi til þess að sitja eigin morðréttarhöld.

Geðlæknirinn útilokaði þó ekki að Tarloff gæti náð slíkri heilsu að hann gæti setið réttarhaldið. Honum þótti þó ólíklegt að Tarloff gæti nokkurntímann staðið undir þeirri andlegu pressu sem því fylgir.

Aðstandendur hinnar myrtu, sem hét Kathryn Faughey, sögðust vera orðnir vanir rússibanareiðinni sem hefur einkennt réttarhaldið yfir Tarloff.

Þeir voru hinsvegar ekki vonsviknir yfir niðurstöðunni enda bíður Tarloffs nú erfið vist á viðeigandi stofnun. Síðar mun hann gangast undir fleiri rannsóknir þar til ljóst verður hvort það unnt verði að rétta yfir honum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×