Enski boltinn

Eiður Smári á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Stoke City sem mætir West Ham í ensku deildabikarkeppninni í kvöld.

Þetta kemur nokkuð á óvart enda hafði Tony Pulis, stjóri Stoke, gefið það út fyrir leikinn að þeir leikmenn sem lítið hafa fengið að spila myndu fá tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld.

Tuncay er í byrjunarliðinu en hann skoraði mark Stoke gegn Manchester United um helgina. Jon Walters og Kenwyne Jones eru einnig í byrjunarliði Stoke.

Leikurinn hefst klukkan 18.45.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×