Enski boltinn

Chicharito-treyjurnar rjúka út á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez öðru nafni Chicharito, fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi.
Javier Hernandez öðru nafni Chicharito, fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi. Mynd/AP
Stuðningsmenn Manchester United eru búnir að finna sér nýja hetju ef marka má sölu á treyjum í verslun félagsins á Old Trafford. Javier Hernandez skoraði þrjú mörk þar af tvö þeirra sigurmörk í síðustu tveimur leikjum og treyjur með númer 14 og Chicharito á bakinu rjúka nú út eins og heitar lummur.

Javier Hernandez fékk mikið hrós frá stjóranum Alex Ferguson eftir frammistöðu sína á síðustu þremur dögum en hann tryggði United-liðinu sigur á Stoke og Wolves á meðan Wayne Rooney lá í sólbaði í Dúbaí.

Daily Star skrifaði frétt um málið og hitti nokkra kaupendur í verslun United. „Hann spilaði frábærlega á móti Stoke og þess vegna vill ég fá nafnið hans á mína treyju" sagði hinn 14 ára Alex Gillett og bætti við: „Ég hef séð fullt af fólki kaupa treyjuna hans í dag og þetta á eftir að koma niður á sölu á treyjunum hans Rooney."

Hin 13 ára Caileigh Smith skipti líka um skoðun á síðustu stundu. Hún mætti til þess að kaupa treyju með nafni Wayne Rooney en ákvað að velja frekar treyjuna hans Chicharito.

„Rooney þarf að svara mörgum spurningum og sanna sig á nýjan leik inn á vellinum," sagði Scott Shally, 25 ára gamall vefhönnuður, sem var kominn alla leið frá írlandi til þess að kaupa treyjuna hans Chicharito.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×