Enski boltinn

Chamakh ætlar að skora 20 mörk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chamakh er hér í leik gegn Spurs.
Chamakh er hér í leik gegn Spurs.

Marouane Chamakh, framherji Arsenal, er stórhuga og ætlar sér að skora 20 mörk fyrir félagið á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann kom til félagsins síðasta sumar frá Bordeaux.

Hann hefur þegar skorað 11 mörk í öllum keppnum og þar af 7 í deildinni.

"Ég væri mjög ánægður ef ég gæti skorað 15 eða 20 mörk í vetur. Það myndi teljast gott tímabil. Vonandi heldur mér áfram að ganga vel," sagði Marokkóbúinn.

"Það hefur gengið mjög vel hjá mér að aðlagast. Það hafa allir tekið mér vel og fyrir vikið er auðveldara að aðlagast. Ég er hamingjusamur en ég get gert betur."

Chamakh hefur þegar slegið rækilega í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins enda duglegur á velli.

"Ég gef alltaf 200 prósent. Ég spila með hjartanu, hef hugrekki og er alltaf til í að fórna mér. Ég svindla ekki heldur er ég duglegur. Ég tel að stuðningsmennirnir kunni að meta það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×